Reykja til að fá minni fæðingarþyngd

Eg las einu sinni fyrir langa löngu grein um það í einhverju blaði að það væri (á þeim tíma) fleiri og fleiri unglingsmæður sem að tækju upp reykingar til þess að barnið fæddist minna og þarmeð væri fæðinginn sársaukaminni.
Mjög sorglegur misskilningur hjá þeim sem bitnar auðvitað á barninu (misalvarlega en alltaf eitthvað)(og svo auðvitað þeim líka).

Googlaði til að sjá hvort að ég findi eitthvað og fann þetta:
http://www.dailymail.co.uk/news/article-408367/Pregnant-teens-smoking-avoid-pain-childbirth.html
(tek fram að ég gaf mér samt ekki tíma til að lesa alla greinina sem ég fann i þetta skiptið).

Hafði eina móður á sængudeildinni hjá mér fyrir ekki svo langa löngu. Hún var stórreykingakona og hafði reykt alla meðgönguna og ætlaði sér sko aldeilis ekki að hætta, þrátt fyrir að ætla að fara að gefa brjóst núna eftir fæðingu. Hún sagði að þetta væri jú hennar val og hún væri ekki að skaða neinn og henni væri nú alveg sama þótt hún dæi fyrir aldur fram.

Þegar að ég reyndi nú að benda henni á það að hún væri að skaða aðra manneskju sem ekki gæti sagt neitt (brjóstamjólk og óbeinar reykingar að ég tali nú ekki um sjálfa meðgönguna og allt því tengt) var nú ekki mikið um að planir hennar breyttust "enda hafði barnið það jú fínt" þrátt fyrir allar reykingarnar á meðgöngu. "og þetta var nú líka svo kósí eftir hitt og þetta".

Þetta er því miður ekki einasta tilfellið sem ég hef upplifað og það sem er enn miður, ekki það síðasta. Eg vinn nú í Danmörku eftir allt saman þar sem jafnvel á klósettunum eru öskubakkar!

En ég verð nú þó að játa að ég hef séð breytingar innan spítalanna og samfélagsins síðustu 5 árin. En ég held að það sé alveg augljóst að sjá að ég er á móti reykingum.
Eg hef lika unnið með lungakrabbameinssjúklingum sem hafa grátið og sagt mér að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að þetta myndi fyrir þá. Mér minnisstæðust er kona sem sagði mér að hún vissi að það væri slæmt fyrir hana að reykja en hún gæti bara ekki hætt, hún náði varla andanum og var með súrefni. Eg var hjúkrunarfræðinemi og hún vildi fara út að reykja. Kennarinn minn sagði að við yrðum jú að gera eins og sjúklingarnir vildu og ég hjálpaði henni út í hjólastól með súrefniskútinn. Þar eyddi hún (að mér fannst) sínum síðust andadráttum í að rembast við að reykja hálfa sígarettu og síðan fórum við inn aftur þar sem að hún allt í einu fékk svo erfitt að anda og við gerðum allt sem við gátum en hún dó því miður.
Mér fannst langt á eftir skelfilegt að hafa vera sú sem hafði tekið hana út að reykja þennan daginn og eiginlega fannst mér eins og ég hefði bara einfaldlega drepið hana!
En maður sem hjúkrunarfræðingur, getur jú bara gefið sjúklingum þær upplýsingar sem maður hefur og síðan verður fólk jú sjálft að taka ákvarðanirnar og afleiðingar af þeim ákvörðunum. Hversu leiðinleg staðreynd sem það er.

Góða helgi :)


mbl.is Fyrirburafæðingum fjölgar í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún hné ekki niður, hún gekk út af fundinum...

vegna mjög slæms höfuðverks. Það var síðan ákveðið að kalla til sjúkrabíl vegna þess að höfuðverkurinn versnaði. Henni hafði liðið illa allan morguninn.

http://politiken.dk/politik/article548216.ece
mbl.is Kjærsgaard hné niður á flokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband